Nokkur Orð um Straight Edge

Straight edge er heimsspeki sem byggist á því að halda þínum líkama og huga hreinum frá víni, eiturlyfjum, sígarettum (og ríða öllu sem hreyfist). Þessi heimsspeki er stór þáttur í okkar lífi og við teljum að þetta geri okkur að sterkari einstaklingum. Með því að vera sXe, erum við að þjálfa vilja okkar. Það er miklu erfiðara að neita að taka þátt í þessari vinsælu afþreyingu, sem flestir krakkar og fullorðnir taka þátt í . Við fylgjum því sem hugurinn segir okkur, við eltum ekki hópinn, við erum öðruvísi. Lifðu lífi þínu til fullnustu því þú færð aðeins eitt og það er möguleiki að lifa því án þess að rekast á þær mörgu hindranir sem þessi vímuefni hafa í för með sér. Þú lærir betur á sjálfan þig, lærir kosti þína og galla.

Sú ákvörðun að vera Straight edge er sú sem fólk á að gera fyrir sjálft sig. Sumir halda því fram að straight edge sé tískubóla eða grunnhyggin trú sem fólk stimlar á sig tímabundið, en þannig á það ekki að vera. Straight edge er lífstíðar ákvörðun. Þetta eru alls ekki trúarbrögð, heldur heimsspeki til að lifa eftir og vera stolt/ur af. Það tekur mikið hugrekki og vilja, að vera straight edge.

Straight edge er EKKI ofbeldisfullur lífstíll.

 

Erlendar heimsíður tendar Straight Edge:
Straight Edge: Wikipedia
straightedge.com
sxe.com
Straight-Edge.net
Straight Edge FAQ